Umsagnir

,,Ég er miklu hamingjusamari eftir að ég gerði þetta verkefni, ég mun klárlega halda áfram að skrifa”.

-12 ára kvk

,,Mér fannst skemmtilegast að velta fyrir mér fyrir hvað var gott og gaman við daginn/ dagana”

-10 ára kk

,,Mér fannst skemmtilegast að kafa ofan í hugann

-9 ára kvk

„Mín stelpa settist niður á hverju kvöldi og skrifaði í Gleðiskrudduna sína hvernig dagurinn var. Mér fannst frábært hvað hún hugsaði sig um og sá betur allt það jákvæða sem gerst hafði.“

-foreldri

„Hugleiðingar og æfingarnar í bókinni voru mjög gagnlegar.
Frábært framtak!“

— foreldri

„Samvinna foreldris og barns að huga að jákvæðu hlutunum sem gleymast.“

— foreldri

„Eftir að dóttir mín fékk að kynnast starfi Gleðiskruddunnar hef ég séð barnið mitt blómstra í fegursta blóm sem til er, hún geislar alveg.“

-foreldri

„Mér fannst námskeiðið mjög skemmtilegt og ég lærði mikið hvernig mér getur liðið betur.“

-þátttakandi á námskeiði

„Við erum svo ánægðar og glaðar með námskeiðið, hefði ekki trúað því hversu jákvæð áhrif það hafði og hvað barnið var ánægt með það og vill fara á framhaldsnámskeið.“

-foreldri

„Mæli með! Sonur minn var rosa ánægður með námskeiðið.“

-foreldri