Gleðimoladagatal

Gleðimoladagatal Gleðiskruddunnar er loksins mætt en Gleðiskruddur hafa lengi haft í bígerð að búa til jóladagatal sem ætlað er að styrkja tengsl foreldris og barns í desember. Dagatalið geta þó öll notað óháð aldri, hvort sem markmiðið er að gleðja þig eða aðra í kringum þig.

Á hverjum degi má finna jákvæðar setningar sem ætlaðar eru að: 

  • Auka sjálfsvinsemd
  • Efla trú á eigin getu
  • Efla styrkleikavitund
  • Auka vellíðan

Dagatalinu er hægt að hlaða niður hér endurgjaldslaust.


Hér má finna óútfyllt dagatal sem hægt er að sníða eftir eigin þörfum og skrifa sínar eigin setningar.


Fyrir extra núvitund er svo hægt að klippa út gluggana og setja miðana í ílát eða krukku og finna rétta miðann fyrir hvern dag. 🙂

Gleðileg jól!
Hlýjar kveðjur,
Gleðiskruddurnar