Fyrirlestrar

Gleðiskruddan býður upp á sérsniðna fyrirlestra fyrir meðal annars foreldra, starfsfólk leik-og grunnskóla og foreldrafélög sem vilja læra aðferðir til að efla sjálfsþekkingu og auka vellíðan barna og ungmenna.

Einnig bjóðum við upp á fyrirlestra fyrir vinnustaði þar sem áhersla er lögð á hvernig nýta megi verkfæri jákvæðrar sálfræði í lífi og starfi.

Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar

glediskruddan@gmail.com

Ummæli:

Þann 16. nóvember 2021 heimsótti Gleðiskruddan Nesskóla. Vinkonurnar Yrja og Marit eru heillandi og skemmtilegir fyrirlesarar sem báru með sér gleði og góðan boðskap.

Ég fylgdist með þeim spjalla við unglingana og þær náðu vel til þeirra, nokkuð sem er ekki á allra færi.

Það sem heillaði mig hvað mest er einfaldleiki efnisins, þ.e.a.s. hvað það ætti í sjálfu sér að vera einfalt að staldra við og gleðjast. Gleðja aðra, gefa af sér og auðgast í leiðinni. En eitt er að vita og annað að gera, þess vegna var frábært að fá þær stöllur til að minna okkur á góð lífsgildi og það að gleðjast yfir því smá í amstri hversdagsins.

Takk fyrir að koma Yrja og Marit

Og gangi ykkur áfram vel að breiða út fagnaðarerindið

Sigrún Júlía Geirsdóttir

Nesskóla


Gleðiskruddan var með fræðslu fyrir alla nemendur (1. – 10. bekkur) Norðlingaskóla á haustönn 2021. Fræðslan var afar góð og hitti vel í mark og þá sérstaklega hjá eldri nemendum skólans. Yrja og Marit hafa einstaklega þægilega og góða nærveru. Þær eru jákvæðar, hlýjar og hvetjandi sem hafði smitandi áhrif á nemendur og starfsfólk skólans. Gleðiskruddan er flott verkefni, sett fram í myndum og máli. Þetta er nauðsynlegt og uppbyggjandi námskeið fyrir börn á grunnskólaaldri.

Norðlingaskóli

Gleðiskruddurnar komu til okkar í Reykhólaskóla en vegna veðurs þurftum við að hafa foreldra-fyrirlesturinn á netinu. Það kom ekki að sök því góð mæting var og allir ánægðir með góðan fyrirlestur. Þær hittu svo alla nemendur skólans í þremur hópum í skólanum daginn eftir og voru með örnámskeið fyrir þá. Nemendur voru jákvæðir og glaðir eftir námskeiðin og einhverjar Gleðiskruddur fóru með heim í lok dagsins. Takk kærlega fyrir okkur.

Herdís Erna Matthíasdóttir
Reykhólaskóla