Um okkur

*Gleðiskruddurnar*

Yrja og Marit eru á bakvið Gleðiskrudduna. Gleðiskruddan var lokaverkefni okkar í diplómanámi á meistarastigi í jákvæðri sálfræði.

Gleðiskruddan er dagbók sem byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði. Það er mikilvægt fyrir börn og ungmenni að hafa tækifæri til að efla sjálfsþekkingu sína sem hjálpar þeim um leið að takast á við verkefni og áskoranir daglegs lífs. Aðferðir innan jákvæðrar sálfræði geta stuðlað að persónulegum vexti og bjóða upp á möguleika fyrir einstaklinga að blómstra. Svokölluð jákvæð inngrip hafa reynst áhrifarík í því að viðhalda hamingju og öðrum jákvæðum tilfinningum ásamt því að minnka þunglyndi og kvíða.

Við höfum báðar lokið diplómanámi á meistarastigi í jákvæðri sálfræði. Yrja er markþjálfi með MA í uppeldis-og menntunarfræði með áherslu á lífsleikni,sjálfsmyndir og farsæld. Marit er í MA námi í uppeldis-og menntunarfræði með áherslu á jákvæða sálfræði.

Við hlökkum til að leyfa

Gleðiskruddurnar
Yrja og Marit eru á bakvið Gleðiskrudduna.
Gleðiskruddan var lokaverkefni okkar í diplómanámi á meistarastigi í jákvæðri sálfræði vorið 2020.

156668836_100985535404240_2224609178405691945_o.jpg

Yrja Kristinsdóttir
Yrja Kristinsdóttir er með BA í félagsráðgjöf og guðfræði, MA í uppeldis-og menntunarfræði með áherslu á lífsleikni,sjálfsmynd og farsæld, diplóma í djáknafræðum, diplóma í jákvæðri sálfræði á meistarastigi og er markþjálfi. Einnig hefur Yrja lokið kennsluþjálfun (Youth Mindfulness) í námsefni um núvitund og velferð fyrir börn og unglinga.

Yrja hefur mikla ástríðu fyrir að aðstoða einstaklinga við að efla andlega heilsu, vellíðan og auka hamingju. Hún telur að allir eigi að blómstra, vaxa og dafna. Styrkleikar, þakklæti og trú á eigin getu eru uppáhalds viðfangsefni hennar.

Marit Davíðsdóttir
Marit Davíðsdóttir er með BA í frönskum fræðum, diplóma í jákvæðri sálfræði á meistarastigi, MA í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á jákvæða sálfræði. Marit hefur einnig lokið kennsluþjálfun (Youth Mindfulness) í námsefni um núvitund og velferð fyrir börn og unglinga.

Marit brennur fyrir því að auka velferð barna og ungmenna. Að þau eflist og öðlist meiri trú á eigin getu sem gerir þeim fært að blómstra sem einstaklingar. Gróskuhugarfar og góðvild eru uppáhalds viðfangsefni hennar.